Hvað nú?

Ástvinur er látinn og þú stendur eftir einn/ein og jafnvel með börn. Hvað tekur við? Hvernig á ég að komast í gegnum þetta? Get ég haldið áfram ein/einn? Á ég eftir að standa í lappirnar? Mun lífið verða gott aftur?

Margar spurningar brenna á okkur þegar við stöndum eftir ein í þessum erfiðu sporum. Það fyrsta sem við þurfum að huga að er skipulagning útfarar. Við þurfum að kveðja hinn látna, vinna alla pappírsvinnuna, huga vel að börnunum og okkur sjálfum, fara í gegnum sorgarferlið og síðast en ekki síst að læra að halda áfram með lífið.

Fyrstu skrefin eftir andlát

Þegar maki fellur frá þarf sá sem eftir lifir að byrja strax að huga að ótrúlega mörgum þáttum. Ekkja ein orðaði það svo að hún hefði nýverið orðið fyrir stærsta áfalli lífsins og þar með væri henni umsvifalaust hent út í viðburðastjórnun. Það er mikið til í því.

Meira um fyrstu skrefin, útför, fjármál og lífeyrismál.

Að halda áfram

Í sorgarferlinu er margt sem þarf að huga að og eiga ekkjur/ekklar það til að gleyma að huga að sjàlfum sér. Öll orkan fer í börnin og heimilið, làta allt ganga upp. Erfitt getur reynst að halda àfram, í öllu þessu ferli àttum við okkur à að lìfið er breytt til frambúðar. Manneskjan sem við vorum týndist í ferlinu og þurfum við að finna okkur sjàlf á ný. Þegar við höfum àttað okkur à öllu þessu gengur betur að halda àfram.

Meira um varðveislu minninga, sérstaka daga og að hefja nýtt samband.