Dánarvottorð

Það er hlutverk læknis að ákvarða um dauða manns og rita dánarvottorð sbr. lög um ákvörðun dauða nr. 15/1996.

Dánarvottorð

  • Læknir ritar dánarvottorð á eyðublað frá landlækni.
  • Dánarvottorðið er afhent venslamanni, svo sem maka eða öðrum nánum aðstandanda.
  • Aðstandandi ber ábyrgð á að afhenda dánarvottorðið sýslumanni í því umdæmi þar sem hinn látni átti lögheimili þegar hann lést.
  • Hafi hinn látni verið búsettur erlendis skal dánarvottorðið afhent sýslumanni í því umdæmi þar sem útför fer fram.
  • Sýslumaður afhendir aðstandanda staðfestingu á því að hann hafi skilað vottorðinu. Staðfestingin er nauðsynleg svo að hægt sé að gera útförina.
  • Útför getur ekki farið fram fyrr en dánarvottorðið hefur verið afhent sýslumanni.
  • Sýslumaður sendir dánarvottorðið til þjóðskrár.

Afrit af dánarvottorði

  • Embætti landlæknis varðveitir dánarvottorð. Jafnskjótt og andlát hefur verið skráð í þjóðskrá, ásamt nauðsynlegum upplýsingum, sendir Þjóðskrá Íslands dánarvottorðið til landlæknis skv. Lögum um dánarvottorð, krufningar o.fl. nr. 61/1998.