Að halda áfram

Í sorgarferlinu er margt sem þarf að huga að og eiga ekkjur/ekklar það til að gleyma að huga að sjàlfum sér. Öll orkan fer í börnin og heimilið, làta allt ganga upp. Erfitt getur reynst að halda àfram, í öllu þessu ferli àttum við okkur à að lìfið er breytt til frambúðar. Manneskjan sem við vorum týndist í ferlinu og þurfum við að finna okkur sjàlf á ný. Þegar við höfum àttað okkur à öllu þessu gengur betur að halda àfram.

Sum okkar finna aftur ástina, hefst þá nýr og spennandi kafli sem getur jafnframt verið tilfinningaþrunginn og erfiður. Það hefur reynst flestum vel að leyfa nýjum maka að taka þátt í þeirru aðlögun sem nýtt samband hefur í för með sér. Treysta makanum fyrir erfiðum tilfinningum og hjálpa honum að öðlast skilning á lífi þínu.

Að varðveita minningar Sérstakir dagar Að hefja nýtt samband