Konur eru konum bestar

Konur eru konum besta afhentum samtökunum Ljónsharta, sem eru samtök sem styðja við börn sem hafa misst foreldra og ungt fólk sem missir maka, ágóða bolasölu KEKB í ár. Stærsti kostnaðarliður félagsins er að greiða sálfræðiþjónustu fyrir börn og okkur þykir dýrmætt að geta létt undir með þessu framlagi en yfir 100 börn missa foreldri á hverju ári.
Bolasalan í ár fór framúr öllum væntingum og er styrkurinn í ár sá hæsti sem við höfum veitt, 8.500.000 kr. og hefur félagið þá frá upphafi veitt 26.400.000 kr í styrki frá því að átakið Konur eru konum bestar hófst árið 2017.
Ég er ótrúlega stolt af þessu átaki, ég veit að þessi styrkur er kominn á góðan stað og það er út af öllu fólkinu sem tekur þátt í þessu með okkur árlega og kaupir boli sem þetta er hægt. Nú mega jólin koma fyrir mér ❤